Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri. Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri.
Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33