Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 16:00 Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins. vísir/vilhelm „Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00
Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði