Kristján vill 1,4 milljarða í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 17:15 Frá dómsuppkvaðningu árið 2018. Vísir/Daníel Þór Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00
Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55