Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Steve Walsh starfar í viðskiptum en er líka skátaforingi. Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24
Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45