Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 13:00 Gummi Ben sló í gegn á heimsvísu eftir EM 2016 í Frakklandi. Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020 Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira