Pele svarar syni sínum í yfirlýsingu: Ég er ekki hræddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:00 Pele með Kylian Mbappe en þeir eru einu táningarnir sem hafa náð að skora mark í úrslitaleik HM í fótbolta. Getty/Anthony Ghnassia Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00