Pele svarar syni sínum í yfirlýsingu: Ég er ekki hræddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:00 Pele með Kylian Mbappe en þeir eru einu táningarnir sem hafa náð að skora mark í úrslitaleik HM í fótbolta. Getty/Anthony Ghnassia Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00