Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 08:01 Kona mótmælir kyndbundnu ofbeldi á Valentíunsardaginn í Mexíkóborg. Vísir/EPA Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar. Mexíkó Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar.
Mexíkó Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira