Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 11:26 Kolbeinn Sigþórsson jafnar markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu með öðru marki þess í 2-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM. Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM.
Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira