Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 11:26 Kolbeinn Sigþórsson jafnar markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu með öðru marki þess í 2-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM. Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. Eftir mjög erfiðan tíma í kjölfar EM 2016, þar sem Kolbeinn var lengi frá keppni vegna meiðsla og auk þess settur í hálfgerða „frystikistu“ hjá franska félaginu Nantes, má segja að markahrókurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga í fyrra. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í undankeppni EM fyrir Ísland og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen, en eftir sína löngu fjarveru frá fótbolta skoraði hann einnig aðeins þrjú mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AIK. „Síðasta ár var gott fyrir mig til að komast aftur í form og fá að spila. Ég vissi ekkert hvar ég stóð þegar ég byrjaði aftur að spila. Þegar ég horfi núna aftur á árið þá var það virkilega jákvætt fyrir mig. En auðvitað set ég stefnuna hærra í ár hvað mörk varðar og ég vil spila betur. Ef mér tekst að taka eitt skref upp á við þá verð ég mjög ánægður,“ segir Kolbeinn við Fotbollskanalen. Kolbeinn er staddur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Hann meiddist í síðasta landsleiknum í fyrra og var frá keppni í nokkrar vikur, og eftir landsleikina í Los Angeles í síðasta mánuði var hann veikur í tvær veikur. En hann hefur braggast og ætlar sér stóra hluti í ár: „Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga gott tímabil og ná árangri með AIK. Við erum með háleit markmið og ætlum okkur að vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við værum ekki nægilega ánægðir með hvernig við spiluðum,“ segir Kolbeinn. Stærsta markmið hans í ár er þó væntanlega að komast með Íslandi á EM en til þess þarf liðið að vinna tvo umspilsleiki í lok næsta mánaðar. „Auðvitað gefur það manni aukahvatningu. EM er í sumar og það er draumur allra að spila þar. Þetta verða tveir risaleikir fyrir okkur. Ef við komumst á EM verðum við svo í klikkuðum riðli,“ segir Kolbeinn, en Ísland yrði í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á EM.
Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira