Óvissustigi vegna veðurs aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 10:57 Það var bæði kalt og blautt víða um land í síðustu viku, ekki síst í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem gekk yfir landið föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. Líkt og greint hefur verið frá hafði óveðrið víðtæk áhrif á landinu þar sem samgöngur og almennur rekstur fór úr skorðum. Þannig komu 800 björgunarsveitarmenn komu að rúmlega 700 verkefnum tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudaginn. Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. Tilkynnt var um eitt slys tengt veðrinu, þar sem karlmaður slasaðist illa þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Óveðrið gerði það einnig að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Á laugardaginn tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra minnir þó á að þrátt fyrir að óvissustigi vegna veðurs hafi verið aflýst séu áfram vetraraðstæður á landinu, gular viðvaranir vegna veðurs og óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum séu enn í gildi. Eru þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Hvöss norðaustanátt og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, víða 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 norðvestantil framan af degi. 17. febrúar 2020 07:13 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem gekk yfir landið föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. Líkt og greint hefur verið frá hafði óveðrið víðtæk áhrif á landinu þar sem samgöngur og almennur rekstur fór úr skorðum. Þannig komu 800 björgunarsveitarmenn komu að rúmlega 700 verkefnum tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudaginn. Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. Tilkynnt var um eitt slys tengt veðrinu, þar sem karlmaður slasaðist illa þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Óveðrið gerði það einnig að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Á laugardaginn tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra minnir þó á að þrátt fyrir að óvissustigi vegna veðurs hafi verið aflýst séu áfram vetraraðstæður á landinu, gular viðvaranir vegna veðurs og óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum séu enn í gildi. Eru þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Hvöss norðaustanátt og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, víða 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 norðvestantil framan af degi. 17. febrúar 2020 07:13 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Hvöss norðaustanátt og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, víða 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 norðvestantil framan af degi. 17. febrúar 2020 07:13
Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22
Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02
Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15