Pep segist vera áfram þó bannið standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 15:00 Pep þungt hugsi í 0-2 tapi City gegn Tottenham þann 2. febrúar. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37
Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00