Skátarnir að kikna undan lögsóknum vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 07:36 Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. AP/James Quigg Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið. Bandaríkin Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið.
Bandaríkin Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira