Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira