Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 11:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum. Sýrland Tyrkland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira