Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 19:30 Íslensk fyrirtæki þurfa að kaupa upprunavottorð til að sýna fram á að vörur þeirra séu framleiddar með grænni orku. vísir/vilhelm Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira