Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:20 Æ algengara er nú orðið að sjá erlenda ferðamenn hér á landi bera grímur fyrir vitum sér. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira
Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira