Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 17:05 Ólympíuleikarnir 2020 verða haldnir í Tókýó, höfuðborg Japans. Þegar þetta er skrifað eru 17 staðfest tilfelli um Wuhan-veiruna í landinu. Vísir/AP Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“ Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“
Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39