Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:06 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira