Shakira og Jennifer Lopez trylltu lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 07:47 Shakira og Jennifer Lopez á Ofurskálarsviðinu í Miami í nótt. Vísir/getty Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020 Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020
Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira