Breski utanríkisráðherrann hvetur Breta til þess að yfirgefa Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:52 Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta. vísir/getty Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira