Vill banna myndatökur af grunuðum og vitnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:36 Þorsteinn Sæmundsson og félagar í Miðflokknum vilja banna myndatökur af sakborningum og vitnum í og við dómshús. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi. Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi.
Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15
Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13
Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48