Skoskur ráðherra segir af sér vegna samskipta við unglingsdreng Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:15 Derek Mackay var talinn rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins. Vísir/Getty Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013. Bretland Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013.
Bretland Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira