Gaf honum aftur treyjuna sem þeir höfðu skipst á eftir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 23:30 Damien Williams fagnar í treyjunni sinni í Super Bowl leiknum. Getty/Jamie Squire Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sjá meira
Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sjá meira