Hræðsluáróður eða blákalt raunsæi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar