Dómstóll heimilar sviptingu ríkisborgararéttar Begum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 19:42 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherra Bretlands hafi verið heimilt að svipta hina tvítugu Shamima Begum ríkisborgararétti sínum. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015, þá aðeins fimmtán ára gömul. Begum fannst í flóttabúðum í Sýrlandi í febrúar árið 2019 og var hún svipt ríkisborgararétti sínum í sama mánuði. Þá var hún langt gengin með þriðja barn sitt og vildi komast aftur heim til Bretlands. Öll börn Begum hafa látið lífið, það síðasta úr lungnabólgu. Dómstóllinn sagði yfirvöldum vera heimilt að svipta Begum ríkisborgararétti í ljósi þess að hún væri ekki án ríkisfangs þrátt fyrir sviptinguna. Samkvæmt alþjóðalögum er ólöglegt að svipta íbúa lands ríkisborgararétti ef þeir yrðu án ríkisfangs en Begum gæti fengið ríkisborgararétt í Bangladess vegna uppruna síns. Begum getur þó áfrýjað niðurstöðunni til hærra dómstigs. Þrátt fyrir niðurstöðu dómstólsins hefur utanríkisráðuneytið í Bangladess gefið það út að hún sé ekki ríkisborgari landsins. Hún væri jafnframt ekki velkomin þangað og ef hún kæmi til landsins ætti hún yfir höfði sér dauðarefsingu. „Lög Bangladesh eru mjög skýr. Hryðjuverkamenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu,“ sagði Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess. Bretland Tengdar fréttir Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherra Bretlands hafi verið heimilt að svipta hina tvítugu Shamima Begum ríkisborgararétti sínum. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015, þá aðeins fimmtán ára gömul. Begum fannst í flóttabúðum í Sýrlandi í febrúar árið 2019 og var hún svipt ríkisborgararétti sínum í sama mánuði. Þá var hún langt gengin með þriðja barn sitt og vildi komast aftur heim til Bretlands. Öll börn Begum hafa látið lífið, það síðasta úr lungnabólgu. Dómstóllinn sagði yfirvöldum vera heimilt að svipta Begum ríkisborgararétti í ljósi þess að hún væri ekki án ríkisfangs þrátt fyrir sviptinguna. Samkvæmt alþjóðalögum er ólöglegt að svipta íbúa lands ríkisborgararétti ef þeir yrðu án ríkisfangs en Begum gæti fengið ríkisborgararétt í Bangladess vegna uppruna síns. Begum getur þó áfrýjað niðurstöðunni til hærra dómstigs. Þrátt fyrir niðurstöðu dómstólsins hefur utanríkisráðuneytið í Bangladess gefið það út að hún sé ekki ríkisborgari landsins. Hún væri jafnframt ekki velkomin þangað og ef hún kæmi til landsins ætti hún yfir höfði sér dauðarefsingu. „Lög Bangladesh eru mjög skýr. Hryðjuverkamenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu,“ sagði Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess.
Bretland Tengdar fréttir Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34
Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02
Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30