David Silva fær styttu af sér fyrir utan heimavöll Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 16:30 David Silva og Joe Hart fagna hér saman fyrsta Englandsmeistaratitli Manchester City í núverandi sigurgöngu en þetta var árið 2012. Getty/Alex Livesey David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira