„Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 10:34 Lukashenko þvertekur fyrir að halda nýjar kosningar. AP/Nikolai Petrov/BelTA Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira