Grikkir ætla að reisa tálma undan ströndum Lesbos til að stöðva flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 20:17 Milljónir flóttamanna hafa hætt sér yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku í von um að komast til Grikklands eða annarra Evrópuríkja. epa/KAY NIETFELD Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28
EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30
Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59