Maðurinn sem varð fyrir bótúlismaeitrun liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 18:27 Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31