Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Jürgen Klopp er búinn að setja saman eitt besta fótboltalið heims hjá Liverpool. Getty/John Powell Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira