Dusta rykið af viðbragðsáætlunum og stilla saman strengi vegna Wuhan-veirunnar Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. janúar 2020 11:32 Minnst níu eru látnir og nokkur hundruð hafa sýkst í Kína og öðrum ríkjum. EPA Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira