Icelandair aflýsir fjölda flugferða vegna óveðurs á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:09 Röskun á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði