Frakklandsforseti húðskammaði ísraelskan lögreglumann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 22:47 Macron var ekki sáttur. Skjáskot/Twitter Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana. Frakkland Ísrael Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana.
Frakkland Ísrael Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira