Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun