Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 18:13 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18