Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 20:00 Þau Davíð Már hjá Landsbjörg og Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segja alla fylgjast vel með stöðu mála. Vísir/Vilhelm/Rauði Krossinn Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13