„Stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57