Umboðsmaður krefur dómsmálaráðherra um svör Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 18:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira