Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 07:57 Póstmálastofnun Bandaríkjanna telur að atkvæði sem verði póstlögð muni ekki skila sér. Getty/Alexi Rosenfeld Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27