Hvatti forseta til að „sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 16:06 Ágúst Ólafur sparaði ekki stóru orðin um ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira