Gefur 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 18:00 Maty Ryan og hinir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hafa vonandi nóg að gera um helgina. Getty/Chris Brunskill Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020 Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020
Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira