Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. janúar 2020 00:48 Mikil örtröð er í flugstöðinni. Vísir/Gulli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42
Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent