Fagnar því að hafa ekki fengið „jólagjöf“ frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 11:29 Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. AP/Heo Ran Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27
Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15