Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 09:41 Þingmenn öldungadeildarinnar stóðu upp og héltu annarri hendinni á lofti þegar Roberts bað þá um að sverja eið um að framfylgja réttlætinu af hlutlægni. Vísir/EPA Fyrsta formlega skrefið í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump forseta vegna mögulegra embættisbrota hans var stigið í gær þegar hundrað þingmenn deildarinnar sóru eið sem kviðdómendur. Réttarhöldin eiga að hefjast á þriðjudag í næstu viku. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna bað þingmennina um að sverja eiðinn og að „framfylgja réttlætinu á óhlutdrægan hátt“. Að svo búnu frestaði Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar og repúblikana, fundi um undirbúning réttarhaldanna og sagði að þau hæfust klukkan 13:00 að íslenskum tíma þriðjudaginn 21. janúar. Fulltrúadeild þingsins kærði Trump forseta fyrir embættisbrot í tveimur liðum, annars vegar fyrir að misnota vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Trump brást reiður við á Twitter í gær og tísti í hástöfum um að hann hefði verið „KÆRÐUR FYRIR FULLKOMIÐ SÍMTAL“. Vísaði forsetinn þar til símtals hans og Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Trump hefur ítrekað fullyrt að símtalið hafi verið „fullkomið“ þrátt fyrir að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um efni þess hafi sýnt að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í kosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. I JUST GOT IMPEACHED FOR MAKING A PERFECT PHONE CALL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 16, 2020 Afar ósennilegt þykir að Trump verði sakfelldur og vikið úr embætti í öldungadeildinni. Aukinn meirihluta þingmanna þarf til að sakfella forseta en Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta í deildinni, 53 sæti gegn 47 sætum demókrata. Leiðtogar repúblikana, þar á meðal McConnell, hafa gefið í skyn að þeir ætli að afgreiða réttarhöldin hratt og sýkna forsetann. McConnell sagði meðal annars í aðdraganda þeirra að hann ætlaði að vinna náið með Hvíta húsinu að réttarhöldunum þrátt fyrir að þingmenn eigi að koma fram sem óhlutdrægir kviðdómendur. Demókratar hafa á sama tíma krafist þess að öldungadeildin leiði fram ný vitni og hlýði á ný sönnunargögn í málinu, þar á meðal frá embættismönnum sem Trump og Hvíta húsið hafa komið í veg fyrir að beri vitni. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. 6. janúar 2020 19:45 Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. 15. janúar 2020 15:25 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fyrsta formlega skrefið í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump forseta vegna mögulegra embættisbrota hans var stigið í gær þegar hundrað þingmenn deildarinnar sóru eið sem kviðdómendur. Réttarhöldin eiga að hefjast á þriðjudag í næstu viku. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna bað þingmennina um að sverja eiðinn og að „framfylgja réttlætinu á óhlutdrægan hátt“. Að svo búnu frestaði Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar og repúblikana, fundi um undirbúning réttarhaldanna og sagði að þau hæfust klukkan 13:00 að íslenskum tíma þriðjudaginn 21. janúar. Fulltrúadeild þingsins kærði Trump forseta fyrir embættisbrot í tveimur liðum, annars vegar fyrir að misnota vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Trump brást reiður við á Twitter í gær og tísti í hástöfum um að hann hefði verið „KÆRÐUR FYRIR FULLKOMIÐ SÍMTAL“. Vísaði forsetinn þar til símtals hans og Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Trump hefur ítrekað fullyrt að símtalið hafi verið „fullkomið“ þrátt fyrir að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um efni þess hafi sýnt að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í kosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. I JUST GOT IMPEACHED FOR MAKING A PERFECT PHONE CALL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 16, 2020 Afar ósennilegt þykir að Trump verði sakfelldur og vikið úr embætti í öldungadeildinni. Aukinn meirihluta þingmanna þarf til að sakfella forseta en Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta í deildinni, 53 sæti gegn 47 sætum demókrata. Leiðtogar repúblikana, þar á meðal McConnell, hafa gefið í skyn að þeir ætli að afgreiða réttarhöldin hratt og sýkna forsetann. McConnell sagði meðal annars í aðdraganda þeirra að hann ætlaði að vinna náið með Hvíta húsinu að réttarhöldunum þrátt fyrir að þingmenn eigi að koma fram sem óhlutdrægir kviðdómendur. Demókratar hafa á sama tíma krafist þess að öldungadeildin leiði fram ný vitni og hlýði á ný sönnunargögn í málinu, þar á meðal frá embættismönnum sem Trump og Hvíta húsið hafa komið í veg fyrir að beri vitni.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. 6. janúar 2020 19:45 Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. 15. janúar 2020 15:25 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. 6. janúar 2020 19:45
Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. 15. janúar 2020 15:25
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30