Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2020 10:12 Valdís Steinarsdóttir hefur einnig verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Aðsendar myndir/Hönnunarmiðstöð Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. Fimm hönnuðir eru tilnefndir og verðlaunin verða afhent þann 18. ágúst næstkomandi, við opnun Formex hönnunarsýningarinnar í Stokkhólmi. Verðlaunin eiga að efla og koma á framfæri norrænni hönnun. „Valdís útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2017 og er sjálfstætt starfandi hönnuður með aðalfókus á tilraunakennt efnisval með áherslu á endurvinnslu lífrænna efna,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. Valdís hefur meðal annars verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og hún hlaut fyrstu verðlaun á Paris Design Forum. „Það er mér ómetanleg hvatning að vera tilnefnd. Með vinnu minni hef ég haft að leiðarljósi að vekja fólk til umhugsunar um aðkallandi vandamál sem snerta okkur öll og hvetja til samtals um nýjar lausnir. Keppni á borð við Formex Nova gefur mér færi á að ná til mun fleiri en nokkru sinni fyrr og ég er gríðarlega þakklát fyrir það tækifæri,“ er haft eftir Valdísi um tilnefninguna. Valdís Steinarsdóttir vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir umbúðarplast fyrir kjötvörur, úr dýrahúðum.Aðsend mynd Valdís er ein þeirra hönnuða sem hlaut úthlutun listamannalauna fyrir árið 2020. Ásamt Valdísi eru tilnefnd til verðlaunanna þau Jan Klinger frá Svíþjóð, Stine Mikkelsen frá Danmörku, Sigve Knutson frá Noregi og Jukka Jokinen og Heikki Konu frá Finnlandi. Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. Fimm hönnuðir eru tilnefndir og verðlaunin verða afhent þann 18. ágúst næstkomandi, við opnun Formex hönnunarsýningarinnar í Stokkhólmi. Verðlaunin eiga að efla og koma á framfæri norrænni hönnun. „Valdís útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2017 og er sjálfstætt starfandi hönnuður með aðalfókus á tilraunakennt efnisval með áherslu á endurvinnslu lífrænna efna,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. Valdís hefur meðal annars verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og hún hlaut fyrstu verðlaun á Paris Design Forum. „Það er mér ómetanleg hvatning að vera tilnefnd. Með vinnu minni hef ég haft að leiðarljósi að vekja fólk til umhugsunar um aðkallandi vandamál sem snerta okkur öll og hvetja til samtals um nýjar lausnir. Keppni á borð við Formex Nova gefur mér færi á að ná til mun fleiri en nokkru sinni fyrr og ég er gríðarlega þakklát fyrir það tækifæri,“ er haft eftir Valdísi um tilnefninguna. Valdís Steinarsdóttir vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir umbúðarplast fyrir kjötvörur, úr dýrahúðum.Aðsend mynd Valdís er ein þeirra hönnuða sem hlaut úthlutun listamannalauna fyrir árið 2020. Ásamt Valdísi eru tilnefnd til verðlaunanna þau Jan Klinger frá Svíþjóð, Stine Mikkelsen frá Danmörku, Sigve Knutson frá Noregi og Jukka Jokinen og Heikki Konu frá Finnlandi.
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2020 Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni. 9. janúar 2020 15:39