Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 13:31 Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47