Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 17:37 Frá Suðureyri í gærkvöldi. Einar Ómarsson Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að starfsmenn hennar hafi unnið við mælingar síðustu daga á flóðbylgjunnar sem skall á land á Suðureyri. Flóðbylgjan myndaðist eftir að féll úr gilinu ofan við Norðureyri í Súgandafirði, um það bil beint á móti þéttbýlinu um kl. 23:05 og var háflóð um kl. 23:15 og stórstreymi. „Sjávarstaða við Suðureyri var því með hæsta móti þegar snjóflóðið féll í hlíðinni og ruddist í sjó fram. Flóðbylgjan sem ferðaðist yfir Súgandafjörð var því stærri en ella,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa mælt upptakasvæði flóðsins með lasertækni svo hægt sé að áætla rúmmál snjóflóðsins. Eins verður útbúið tölvulíkan til að fá betri hugmynd um hæðina á fyrstu flóðbylgjunni sem skall á land. Erfitt er að gera sér grein fyrir því núna hversu há hún var og kraftmikil. Þó er ljóst að flóðbylgjan var ekki eins há og talið var í fyrstu. Hún var þó nógu há til að fara yfir varnargarðinn og á landi var hnédjúpur, krapablandinn sjór, sumstaðar upp á mið læri. Víða kastaðist krapablandaður sjór yfir þök á nærliggjandi húsum og jafnvel upp á glugga á annarri hæð. Í einu húsanna hélt fólk að það væri komið steypiregn þegar sjórinn skall á þakinu og streymdi fram af þakkantinum. Meginflóðbylgjan sem gekk yfir varnargarðinn var þó miklu lægri, en á götum og við hús innan við varnargarðinn var krapinn hnédjúpur og sumstaðar upp á mið læri rétt eftir að bylgjan gekk yfir. Á bíl sem lagt var í um 7-8 metra fjarlægð frá varnargarðinum höfðu speglarnir, sem standa 130 cm yfir jörðu, lagst aftur og bíllinn flotið upp og færst um 2 metra. Öldubrotið sem kastaðist yfir húsin var það kraftmikið að það sá aðeins á nokkrum bílum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að starfsmenn hennar hafi unnið við mælingar síðustu daga á flóðbylgjunnar sem skall á land á Suðureyri. Flóðbylgjan myndaðist eftir að féll úr gilinu ofan við Norðureyri í Súgandafirði, um það bil beint á móti þéttbýlinu um kl. 23:05 og var háflóð um kl. 23:15 og stórstreymi. „Sjávarstaða við Suðureyri var því með hæsta móti þegar snjóflóðið féll í hlíðinni og ruddist í sjó fram. Flóðbylgjan sem ferðaðist yfir Súgandafjörð var því stærri en ella,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa mælt upptakasvæði flóðsins með lasertækni svo hægt sé að áætla rúmmál snjóflóðsins. Eins verður útbúið tölvulíkan til að fá betri hugmynd um hæðina á fyrstu flóðbylgjunni sem skall á land. Erfitt er að gera sér grein fyrir því núna hversu há hún var og kraftmikil. Þó er ljóst að flóðbylgjan var ekki eins há og talið var í fyrstu. Hún var þó nógu há til að fara yfir varnargarðinn og á landi var hnédjúpur, krapablandinn sjór, sumstaðar upp á mið læri. Víða kastaðist krapablandaður sjór yfir þök á nærliggjandi húsum og jafnvel upp á glugga á annarri hæð. Í einu húsanna hélt fólk að það væri komið steypiregn þegar sjórinn skall á þakinu og streymdi fram af þakkantinum. Meginflóðbylgjan sem gekk yfir varnargarðinn var þó miklu lægri, en á götum og við hús innan við varnargarðinn var krapinn hnédjúpur og sumstaðar upp á mið læri rétt eftir að bylgjan gekk yfir. Á bíl sem lagt var í um 7-8 metra fjarlægð frá varnargarðinum höfðu speglarnir, sem standa 130 cm yfir jörðu, lagst aftur og bíllinn flotið upp og færst um 2 metra. Öldubrotið sem kastaðist yfir húsin var það kraftmikið að það sá aðeins á nokkrum bílum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48