Netanyahu biður þingið um friðhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 22:22 Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02
Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46