Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 17:15 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbíl. Vísir/EPA Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19
Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45