Engin áhrif á bensínverð hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 12:00 Mótmælendur í Íran bregðast við árásinni með því að eyðileggja bandaríska fánann. AP/Vahid Salemi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30